Uppboð á Höfða við Mývatn fellt niður

Sumarhúsið að Höfða Mývatnssveit
Sumarhúsið að Höfða Mývatnssveit mbl.is

„Hætt var við uppboðið á síðustu stundu," segir Ásgeir Böðvarsson, formaður Höfðafélagsins.  Uppboð á hluta af Höfða við Mývatn ásamt sumarhúsi átti að halda í dag til slita á sameign núverandi eigenda jarðarinnar.

Að sögn Ásgeirs sömdu eigendur um lausn málsins sín á milli, og því var uppboðið látið niður falla.  Ásgeir segir kröfuhafa hafa afturkallað uppboðið eftir að skýrt hafði verið frá málavöxtum, en þar komu upp ýmiss atriði sem lögfræðingar deildu um.

Þrjár systur, barnabörn Héðins Valdimarssonar og Guðrúnar Pálsdóttur, eiga skikann sem til stóð að bjóða upp. Sáttin mun felast í því að ein systranna sem átti helming jarðarinnar, kaupir hlut systra sinna.

Höfðafélagið var stofnað árið 2006 með það að markmiði að kaupa hluta af jörðinni Höfða við Mývatn.  Aðspurður um framhald málsins segir Ásgeir Höfðafélagið munu halda félagsfund fljótlega, fara yfir málið og athuga hvort eitthvað sé í stöðunni fyrir félagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert