Meintum mannréttindabrotum mótmælt

Mótmælendurnir í gær
Mótmælendurnir í gær mbl.is/G. Rúnar

Við setningu hátíðarinnar í Reykjavík í gær veifaði hópur manna skiltum með áletruninni „Ríkisstjórnin brýtur mannréttindi. Vér mótmælum allir“. Með þessu vildu mótmælendurnir koma á framfæri óánægju sinni yfir viðbrögðum stjórnvalda við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á kvótakerfinu.

Mótmælin voru friðsamleg með öllu en þó þurftu óeinkennisklæddir lögreglumenn ítrekað að biðja mótmælendurna að færa sig um set svo þeir skyggðu ekki á útsýni fólks. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns voru mótmælin ekki tilkynnt lögreglu og þar sem svæðið væri yfirlýst hátíðarsvæði hefðu mótmælendurnir orðið að víkja svo gestir sæju athöfnina og engin truflun hlytist af.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert