Landvörður: Hvergi banginn

Grunsamleg spor fundust í grennd við Hveravelli en fundust ekki …
Grunsamleg spor fundust í grennd við Hveravelli en fundust ekki aftur við frekari leit. mbl.is/RAX

Landvörðurinn á Hveravöllum segist hvergi banginn þó að leitað hafi verið að bjarndýrssporum í nágrenni við hann. Guðmundur Ögmundsson er sem stendur einn á Hveravöllum en leit að sporunum sem ferðamenn töldu sig hafa séð hefur verið hætt.

Guðmundur sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að hann ætti ekki von á heimsókn frá birni af neinu tagi. „Þau fóru í þennan leiðangur í gærkvöldi en nefndu þetta ekkert fyrr en í morgun og ég vildi bara láta vita af þessu," sagði Guðmundur.

Engin spor eða björn fundust við leit eftir að ferðamönnunum hafði verið snúið aftur í leit að sporunum með lögreglu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sem hafði verið við æfingar í grenndinni aðstoðaði við leitina sem bar engan árangur.

Ferðamennirnir sem eru pólskt par sögðust viss í sinni sök því þau þekktu slík spor frá sínu heimalandi. Að sögn Guðmundar sögðust ferðamennirnir ekki hafa vitað af undanförnum fréttum af hvítabjarnarferðum hér á Íslandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert