Umhverfisráðherra predikaði

Kvennamessa var haldin við Laugarnar.
Kvennamessa var haldin við Laugarnar. mbl.is/G. Rúnar

Kvennamessa var haldin við Þvottalaugarnar í Laugardal, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra prédikaði. Margar konur voru viðstaddar í blíðviðri en fyrr í dag hafði verið gengin kvennasöguganga undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns Ísland.

Ekki voru margir karlmenn viðstaddir messuna en Margrét Sverrisdóttir formaður Kvenréttindafélags íslands bauð fólk velkomið og Áslaug Brynjólfsdóttir frá kvenfélagasambandi Íslands las ritningalestur en Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir ræddi um nærveru Guðs og fyrirgefningu hennar. 

Að lokinni predikun umhverfisráðherra var bænastund og síðan flutti Séra Auður Eir kveðjuorð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert