Rúmlega fjórðungi sagt upp

Á fundi flugfreyja með stjórnendum Icelandair í morgun.
Á fundi flugfreyja með stjórnendum Icelandair í morgun. mbl.is/Daníel

Alls tilkynnti Icelandair í morgun um uppsagnir 133 flugfreyja, og er þá ekki meðtalið sumarstarfsfólk. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera „með stærri bitum sem við höfum orðið að kyngja undanfarin 20 ár.“

Hópurinn sem sagt er upp nú um mánaðamótin telur alls um fjórðung þeirra flugfreyja sem starfað hafa hjá Icelandair.

Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að þessu til viðbótar þurfi 122 félagsmenn, sem haldi vinnunni, að taka á sig launalækkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert