Geysir Green Energy sektað

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Geysi Green Energy um hálfa milljón króna vegna brota á samkeppnislögum. Eftirlitið átaldi Geysi Green fyrir að tilkynna ekki um samruna fyrirtækisins og Reykjavík Energy Invest á sama tíma og tilkynnt var um kaupin á öllu hlutafé Jarðboranna, þ.e. í ágúst á síðasta ári.

Í úrskurðinum kemur einnig fram að Geysir Green hafi ekki gert stofnuninni fullnægjandi grein fyrir því þegar í stað, þegar fallið var frá samrunanum. „Í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitinu hafði verið gerð grein fyrir breytingunum svaraði GGE ekki gagnaósk Samkeppniseftirlitsins innan tilskilins frests. Verður það að teljast sérlega ámælisvert þegar um samrunamál er að ræða,“ segir á vefsvæði Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert