Gæta verður fyllsta öryggis

Eiturefnadeild SHS tekur enga áhættu þegar um hættulegan úrgang er …
Eiturefnadeild SHS tekur enga áhættu þegar um hættulegan úrgang er að ræða. mbl.is/Július

Jarðvegur af byggingarsvæði við Lækjarfit í Garðabæ verður fjarlægður í dag og hann brenndur, en í gær fannst þar dýrabein sem grunur leikur á að sé smitað af miltisbrandi. „Við þurfum að útvega okkur kör, poka, gám og gröfu og verið er að vinna í því núna,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis. Hann telur mjög ósennilegt að það liggi nokkurn tíma fyrir hvort beinið var sýkt.

Unnið var við uppgröft á svæðinu þegar beinið kom í ljós. Svæðið er nærri Hraunsholti en þar fundust hræ af tveimur kúm í október á síðasta ári. Þegar deiliskipulag var gert fyrir byggingarsvæðið, barst ábending um að kýr, sem drapst úr miltisbrandi um 1940, kynni að hafa verið urðuð á svæðinu.

Gunnar Örn segir litla sem enga hættu á smiti, en gæta þó verði að gæta fyllsta öryggis í ljósi sögunnar, og þess að nautgripir á svæðinu höfðu sama beitarland.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert