Vigdísarhús opnað í gær

Sólheimar í Grímsnesi.
Sólheimar í Grímsnesi. mbl.is

Sólheimar héldu upp á 78 ára afmæli sitt í gær og var af því tilefni opnað nýtt þjónustuhús sem nefnt er í höfuðið á frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins, og nefnist Vigdísarhús.

Frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði húsið formlega og Sigurbjörn Einarsson biskup blessaði það.

Í Vigdísarhúsi verður mötuneyti, bakarí, matvinnsla og skrifstofur. Það er 840 fermetrar að stærð og er önnur af höfuðbyggingum Sólheima.  Frú Vigdís hefur alla tíð verið mikill velgjörðarmaður Sólheima og gaf meðal annars eftirstöðvar kosningasjóðs síns á sínum tíma til eflingar starfsemi Sólheima og verður þess sérstaklega minnst við þessa athöfn.

Í dag er svo messa klukkan 14 í Sólheimakirkju þar sem sr. Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari og Garðar Cortes syngur.  Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins mun prédika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert