Saving Iceland með aðgerðabúðir

Þann 12. júlí munu samtökin Saving Iceland hefja starfsemi fjórðu árlegu aðgerðabúða sinna hér á landi. Fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum að  fólk alls staðar að úr Evrópu muni þar vinna gegn því að síðasta villta landssvæði Evrópu verði eyðilagt fyrir uppbyggingu stóriðju.

Þá segir að búist sé við miklum fjölda fólks þetta og að áform samtakanna séu að beita nýjum, áhrifaríkum aðferðum til að stöðva þá stóriðjuvæðingu sem nú virðist vera að ganga yfir landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert