Hlaup úr Grænalóni

Hlaup verða úr Grænalóni á nokkurra ára fresti
Hlaup verða úr Grænalóni á nokkurra ára fresti mbl.is/Jón G. Sigurðsson

Hlaup úr Grænalóni er hafið samkvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands. Samkvæmt sjónarvotti sem staddur var á brúnni yfir Súlu fyrir stundu er áin kolmórauð, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum.

Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku stafar fólki yfirleit ekki hætta af hlaupum í Súlu en þau geta lokað leiðinni inn í Núpsstaðaskóg.

Í síðustu viku hafði vatnsborð lónsins náð svipaðri hæð og var fyrir síðasta hlaup úr lóninu, það varð árið 2005. Hlaup verða úr Grænalóni á nokkurra ára fresti. Algengt er að rennslí í þessum hlaupum nái um 2000 rúmmetrum á sekúndu.

Hlaup úr Grænalóni standa yfirleitt í 3 til 5 daga og hámarksrennsli er oftast náð á 2 dögum. Vatnið hleypur í ána Súlu sem sameinast Núpsá í Núpsvötnum. Eins og er sameinast árnar niðurundir brú á þjóðveginum. Í Hlaupum úr Grænalóni getur farvegur Súlu breyst og hún sameinast Núpsá mun ofar en hún gerir nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert