Kanínur engir vágestir

Kanínur vinna ekki teljandi skaða á gróðri í Reykjavík, segir garðyrkjustjóri. Kanínur hafa dreift sér um borgina á undanförnum árum og þær nú að finna á öllum helstu útivistarsvæðum borgarinnar.

Kuldinn sjái að einhverju leyti til þess að þeim fjölgi ekki um of og eins séu krakkar bæði að sleppa kanínum og veiða þær aftur. Nokkuð er um að búr og  kanínubú barna finnist á útivistarsvæðunum.

Kanínur búa aðallega í Öskjuhlíð þar sem þeirra helstu heimkynni hafa verið í um tvo áratugi. Þær hafa nú síðustu árin dreift sér um útivistarsvæði Reykvíkinga tekið sér bólfestu í Elliðaárdal, við Rauðavatn, Heiðmörk og á fleiri stöðum þar sem er skógrækt.

Kanínurnar í Elliðaárdal eru óvanalega gæfar og njóta greinilega góðs atlætis hjá nágrönnum þar.

Ein kanína flutti hinsvegar í Laugardalinn fyrir nokkrum árum en þar mega engar kanínur vera nema þær sem hafa heimilisfesti í Laugardal. Ekki stendur til að grípa til neinna aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kanína í borginni að sögn garðyrkjustjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert