Vinnusamningum TR fer fjölgandi

Frá húsnæði Tryggingastofnunar.
Frá húsnæði Tryggingastofnunar. mbl.is/Árni Torfason

Þeim einstaklingum sem gera vinnusamninga með aðstoð Tryggingastofnunar fer fjölgandi ár frá ári og stefnir í að um 400 lífeyrisþegar nýti sér vinnusamningana á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Tryggingastofnunar. 

Fjöldi þeirra sem eru með vinnusamninga hefur vaxið ár frá ári en þeir eru hugsaðir sem tækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu til að hljóta þjálfun til starfa á almennum vinnumarkaði.

Árið 2003 voru 237 einstaklingar með slíka samninga en áætlað er að á þessu ári verða þeir um 400.

Tryggingastofnun hefur heimild til að semja við atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði um að ráða starfsfólk sem nýtur tiltekinna greiðslna lífeyristrygginga. Sumir eru með vinnusamning í nokkur ár en aðrir gera samninga til styttri tíma.

Viðkomandi verður að njóta örorkulífeyris, örorkustyrks, endurhæfingarlífeyris eða slysaörorku sem er undir 50% samkvæmt mati læknis til að geta gert vinnusamning með þessum hætti. Miðað er við að einstaklingar sem falla undir þessi skilyrði hafi ekki verulegar aðrar tekjur en greiðslur frá Tryggingastofnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert