Hættu við af ótta við birni

Eitthvað var um afbókanir á ferðum norður á Hornstrandir þegar mest umræða var um hvítabirni fyrir nokkrum viku. BB hefur þetta eftir Gylfa Ólafssyni hjá Vesturferðum og segir á vef BB að eftir að tveir hvítabirnir voru vegnir á Norðurlandi hafi gripið um sig hræðsla hjá mörgum ferðamönnum sem óttuðust að hvítabjörn gæti hafa ratað á Hornstrandir.

Þetta hafi gerst þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi farið í skoðunarferð um svæðið ásamt landverði Hornstranda til að ganga úr skugga um að engin hætta væri á ferðum fyrir ferðamenn. Segir Gylfi að erlendir ferðamenn hafi frekar átt í hlut heldur en íslenskir. Að öðru leyti segir Gylfi að góð aðsókn hafi verið á Hornstrandir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert