Hótaði lögreglumönnum lífláti

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað uppi líflátshótanir og hótanir um líkamsmeiðingar í garð tveggja lögreglumanna, sem voru við skyldustörf á Ísafirði í febrúar í vetur.

Sagði maðurinn m.a. að þetta væri síðasta vakt lögreglumannanna og þeir væru búnir að vera, þeir væru báðir dauðir og yrðu báðir drepnir.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Í dómnum segir að fyrir liggi að eftir að maðurinn var látinn laus úr haldi lögreglu hafðist hann ekkert að til að fylgja eftir hótunum sínum gagnvart lögreglumönnunum tveimur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert