Stöðva umferð við Járnblendiverksmiðjuna

Um 20 mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland lokuðu nú á þriðja tímanum umferð til og frá álverinu og járnblendiverksmiðjunni í á Grundartanga í Hvalfirði. Fram kemur á heimasíðu samtakanna að fólkið hafi hlekkjað sig saman gegnum rör og myndað mannlegan vegartálma.

Samtökin segjast með þessu vilja mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Þá muni fyrirhugað stækkun Norðuráls og Elkem hér á landi leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert