Iceland Express fær tvær Boeing 737 vélar

Flugvél af gerðinni Boeing 737-700.
Flugvél af gerðinni Boeing 737-700.

Iceland Express mun í september taka í notkun tvær Boeing 737-700 flugvélar. Það er Astreus Airlines, systurfélag Iceland Express, sem á og rekur vélarnar sem koma í stað MD90 vélanna sem flogið hafa fyrir Iceland Express. 

Um er að ræða nýlegar vélar. Iceland Express segir, að þær séu mun sparneytnari og umhverfisvænni en þær flugvélar sem félagið hafi fram að þessu notað í millilandaflugi og eyði allt að 40% minna eldsneyti á hvern flugtíma en þær vélar, sem félagið er nú með í notkun.

Þá verða nú allar vélar Iceland Express  annað hvort Boeing 737 eða 757 sem að sögn félagsins gerir það að verkum að allt viðhald og öll þjálfun áhafna verður einfaldari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert