Fatlaðir fljúgi áreynslulaust

Ný reglugerð um vernd og aðstoð fatlaðra og hreyfihamlaðra í flugi tekur gildi næstkomandi laugardag. Reglugerðin er innleiðing á reglugerð Evrópuþingsins og Evrópuráðsins frá 5. júlí 2006 um réttindi fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks sem ferðast með flugi. Reglugerðin tekur til flugs innan landa Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins.

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að flugfarþegi, sem aðstoðar þarfnast á flugvelli eða í flugvél, skal láta vita af þeirri þörf við pöntun flugfars. Þá ber flugrekanda og eða ferðaskrifstofu að koma beiðni farþega áfram til rekstraraðila flugvallar sem ábyrgð ber á aðstoðinni.

Aðstoðin felst meðal annars í að gera fötluðum kleift að komast um borð í hvers kyns loftför, gegnum innritun og öryggishlið, koma fyrir farangri og ná tengiflugi.

Ekki má synja farþega um skráningu í flug á grundvelli fötlunar hafi viðkomandi gildan farseðil. Þó er það heimilt í þeim tilvikum er flugöryggisreglur krefjast þess eða aðrar aðstæður meðan á flutningi stendur.

Flugmálastjórn Íslands er falið allt eftirlit samkvæmt reglugerðinni og hjá henni geta fatlaðir leitað réttar síns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert