Féll niður þrjá metra

Vinnuslys varð í Kárahnjúkavirkjun í gær.
Vinnuslys varð í Kárahnjúkavirkjun í gær. mbl.is/RAX

Vinnuslys varð í Kárahnjúkavirkjun í gær þegar maður féll niður þrjá metra.

Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Seyðisfirði, var maðurinn að vinna við vegg inni í göngum í Hraunaveitu á Eyjabökkum þegar hann féll niður af lyftara. 

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl inn á Neskaupstað.  Að sögn Óskars voru meiðsli mannsins minni en á horfðist, og er hann óbrotinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert