Meiri reki en áður

Rekaviðurinn hefur víða verið notaður, m.a. í girðingarstaura og til …
Rekaviðurinn hefur víða verið notaður, m.a. í girðingarstaura og til húsbygginga. Mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Talsvert hefur verið um rekavið undanfarna mánuði á vestfirskum ströndum. Ástæðan gæti verið að norðan- og norðvestanáttir með hægum vindi hafa verið áberandi. Nokkuð hefur borið á rauðvið.

Fréttavefurinn Litli Hjalli segir frá því að rekabændur hafi fundið nokkuð af rekaviði á ströndum sínum í vor og sumar. Einnig hafi sjómenn verið að sjá nokkuð af reka í sjónum og oft þurfi að vara sig þegar drumbarnir eru í stærra lagi.

Góðan hluta af rekanum er ekki hægt að nýta en þó berst nokkuð magn af góðum spýtum sem hægt er að nota til dæmis í staura. Spýturnar eru þá frá tveimur og allt upp í átta metrar á lengd.

Þá sé áhugavert að nokkuð magn hefur borist af rauðviði en sú tegund þykir til dæmis eftirsótt í klæðningar og gluggaefni.

Samkvæmt vefnum hefur reki verið lítill á þessum slóðum undanfarin átta til tíu ár og því eru þetta ánægjuleg tíðindi.

Meira á vef Litla Hjalla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert