Deildarmyrkvi á sólu á föstudag

Sólmyrkvi.
Sólmyrkvi.

Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi á föstudagsmorguninn frá klukkan 8:15 í Reykjavík til klukkan 10:09. Myrkvinn nær hámarki klukkan 9:11 og skyggir tunglið þá á 59% af skífu sólar.

Í deildarmyrkva gengur tunglið að hluta fyrir sólina  þá birtist sólin sem sigð af völdum tunglsins í skamma stund. Á sama tíma verður almyrkvi á sólu sýnilegur í norðurhluta Kanada, Grænlandi, Síberíu, Mongólíu og Kína.

Félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness standa fyrir sólskoðun á Austurvelli í Reykjavík á föstudagsmorgun verði veðrið hagstætt. Þá gefst gestum og gangandi kjörið tækifæri til þess að skoða sólina á öruggan hátt í gegnum búnað í eigu félagsmanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert