Hefur veitt yfir 1000 tonn

Pétur Pétursson landar úr Bárði.
Pétur Pétursson landar úr Bárði. mbl.is/Helgi

arnarstapi | Netabáturinn Bárður SH frá Arnarstapa hefur náð þeim merka árangri á þessu kvótaári að hafa komið með yfir 1.000 tonn að landi. Báturinn er aðeins um 20 tonn að stærð og þrír menn í áhöfn.

Pétur Pétursson skipstjóri og útgerðarmaður Bárðar SH segir að sl. haust hafi aflinn verið frekar tregur en eftir áramót hafi verið mokafli. „Við höfum verið hér á Arnarstapa og svo róið frá Ólafsvík og það er sama hvar trossurnar eru lagðar, það er alls staðar fiskur, þvert á spár fiskifræðinga.“

Pétur segist ekki oft skipta um net. „Ég var með eina trossu í fjörutíu daga og hún var orðin gegnumslitin og þegar við tókum hana í land voru 800 kíló í henni og alls fiskuðust um 35 tonn í þessa trossu sem þykir gott,“ segir Pétur og bætir við að það hafi verið óþarfi að skera þorskkvótann svona mikið niður, það væri óhætt að auka kvótann strax, „það er allt kraumandi af fiski í Breiðafirðinum.“

Í tilefni af því að Bárður SH náði þeim áfanga að koma með 1.000 tonn að landi á þessu fiskveiðiári færði Fiskmarkaður Íslands áhöfninni vel skreytta rjómaköku með mynd af bátnum, og voru tertunni gerð góð skil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert