Kirkjugarður á Steinsstöðum

Frá uppgreftri í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði.
Frá uppgreftri í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ljóst er að á Steinsstöðum í Skagafirði er kirkjugarður frá 11.öld. Mannabein fundust þar fyrir rúmum áratug. Engar ritheimildir finnast um að kirkjugarður hafi verið á staðnum sem er landnámsjörð.

Búið er að staðfesta að svæði það sem mannabein fundust á fyrir rúmum áratug á Steinsstöðum í Tungusveit er kirkjugarður frá 11.öld. Það er vefur Skagafjarðar sem greinir frá þessu.

Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga stóð fyrir uppgreftri á svæðinu í tengslum við svokallað Kirkjuverkefni. Við uppgröft komu í ljós tvær grafir undir gjósku frá árinu 1104. Í annarri gröfinni hvíldi lík ungabarns og í hinni gröf fullorðins karlmanns.

Bein ungabarnsins voru illa varðveitt þótt þau væru vel greinanleg og var því ekki hreyft frekar við gröfinni. Barn karlmannsins voru hins vegar mjög vel varðveitt og mátti vel greina á þeim merki mikilla gigtarbreytinga en maðurinn hefur verið aldraður á mælikvarða þess tíma er hann lést.

Grafirnar voru í nokkurs konar íveruhúsi, mögulega skála landnámsmanna. 

Auk grafanna fannst stoðarhola og kann hún að vera hluti kirkjunnar.

Fleiri hlutir sem fundist hafa á Steinsstöðum undanfarið líkist hlutum sem upp komu í Keldudalskirkjufundi árið 2003. Það á þó eftir að vinna endanlega endanlegar niðurstöður og greina beinin frekar.

Engar ritheimildir eru um kirkju á Steinsstöðum.

Jörðin er sögð landnámsjörð Hreiðars Ófeigssonar sem lagði upp frá Noregi einhvern tíma stuttu fyrir 900 og hét á Þór að hann vísaði sér til lands á Íslandi, og að hann skyldi berjast fyrir því landi væri það þegar numið. 

Meira á vef Skagafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert