Stuðningur við innrás lá fyrir

Bandarískur skriðdreki í Bagdad í upphafi hernaðaraðgerðanna í Írak.
Bandarískur skriðdreki í Bagdad í upphafi hernaðaraðgerðanna í Írak.

Íslensk stjórnvöld samþykktu ósk breskra stjórnvalda um stuðning við innrásina í Írak degi áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða“. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings í nýútkominni bók um íslenska utanríkisstefnu 1991-2007.

Áður en bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir stuðningi Íslands við Íraksstríðið höfðu bresk stjórnvöld gert slíkt hið sama og til stóð að Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, læsi upp lista í breska þinginu 17. mars 2003 með nöfnum ríkja, þar með talið Íslands, sem styddu innrásina. Af ókunnugum ástæðum varð ekkert af því.

Bein tengsl við veru hersins

Daginn eftir, 18. mars, barst svo ósk frá bandarískum stjórnvöldum um að Ísland yrði á lista „hinna viljugu þjóða“. Stuðningur Íslands var þá ítrekaður en hingað til hefur því verið haldið fram að ákvörðunin hafi verið tekin þann dag. Samkvæmt grein Vals virðist óljóst á hvaða stigi málsins Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, féllst á stuðning Íslands við stríðið.

Valur heldur því einnig fram að beint samhengi hafi verið milli stuðnings Íslands við innrásina og íslenskra varnarmála, þ.e. vilja stjórnvalda til að halda í bandaríska herinn hér á landi og þar með orrustuþoturnar fjórar sem mikið var deilt um á þeim tíma. Það hafi komið skýrt fram hjá íslenskum embættismönnum í bæði Reykjavík og Washington. Samningsstaða Íslands hafi hins vegar verið lítil sem engin.

Í hnotskurn
» Íslensk stjórnvöld voru alltaf hörð á því að komið gæti til uppsagnar varnarsamningsins ef Bandaríkin gripu til einhliða niðurskurðar í Keflavík.
» Bandaríkjamenn litu einnig svo á framan af en árið 2003 breyttist afstaða þeirra.
» Í grein Vals er því haldið fram að íslensk utanríkisstefna hafi beðið hnekki þegar ekki var staðið við margítrekaðar hótanir um uppsögn varnarsamningsins.
Valur Ingimundarson sagnfræðingur.
Valur Ingimundarson sagnfræðingur. mbl.is/Þorkell
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert