Bíll féll fram af

Bíllinn er gjörónýtur.
Bíllinn er gjörónýtur. Lögreglan á Hvolsvelli

Mannlaus bifreið gjöreyðilagðist er hún fór fram af brúninni við Ljótapoll í gærkvöldi og valt margar veltur. Erlendir ferðamenn voru með bílinn og stóðu fyrir utan hann er hann rann af stað með þessum afleiðingum.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli virðist sem bíllinn hafið runnið af stað og fram af brúninni en hann var mannlaus þegar þetta gerðist.

Bíllinn á barmi Ljótapolls.
Bíllinn á barmi Ljótapolls. mynd/Pétur Einarsson
mbl.is/Pétur Einarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert