Segir Ólaf hafa samþykkt að víkja

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að hann hefði haft frumkvæði að því í gær og morgun að kanna hvort grundvöllur væri fyrir að endurvekja Tjarnarkvartettinn svonefnda, meirihluta fjögurra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur.

Árni Þór sagði að í ljós hefði komið að ekki þýddi að reyna slíkt samstarf nema Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, viki fyrir Margréti Sverrisdóttur. Eftir viðræður þeirra Ólafs í morgun hefði hann komið þeim boðum til flokkanna allra að Ólafur væri tilbúinn til slíks. Þetta hefðu oddvitar flokkanna rætt í morgun, þar á meðal Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks. Hann hefði íhugað málið en síðan hefði ekkert komið út úr því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert