Afhenti lögreglu sprengjukúlu

mbl.is/Július

Maður á sjötugsaldri kom á lögreglustöðina á Suðurnesjum í dag með sprengjukúlu sem er sett í sprengjuvörpu.

Maðurinn kvaðst hafa fengið sprengjuna hjá Varnarliðinu fyrir mörgum árum síðan en hann starfaði fyrir varnarliðið í mörg ár, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Sprengjusérfræðingum ríkislögreglustjóra var afhent sprengjan og verður henni eytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert