Maðurinn fundinn í Esjunni

Þoka huldi efsta hluta Esjunnar í kvöld.
Þoka huldi efsta hluta Esjunnar í kvöld. mynd/Ómar Smári

Björgunarsveitir hafa fundið karlmann, sem leitað var að í Esjunni í kvöld. Maðurinn fannst við Hátind. TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina og seig sigmaður niður úr þyrlunni og sótti manninn, sem var í  ágætu ásigkomulagi.

Tugir björgunarsveitarmanna leituðu í hliðununum en maðurinn óskaði eftir hjálp um átta leytið í kvöld, eftir að hafa villst af leið vegna þoku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert