Meiri álagning hjá olíufélögunum

Reuters

Álagning á hvern lítra af bensíni nú í ágústmánuði er ríflega sex krónum hærri að meðaltali en meðalálagning liðins árs. Á díeslolíu munar þarna átta krónum, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þetta eru niðurstöður útreikninga félagsins, með uppreiknuðum tölum til verðlags í dag og að teknu tilliti til flutningskostnaðar.

Undanfarið hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað. Lítilsháttar verðlækkanir urðu á bensíni í gær. Lítrinn lækkaði um krónu hjá nokkrum félögum og kostaði lítri af 95 oktana bensíni víða 165,7 krónur.

Runólfur segir það raunar vekja athygli að félögin hafi í gær lækkað verð lítilllega á sama tíma og heimsmarkaðsverð á olíu hækki heldur að nýju og krónan veikist. Greinilegt sé að umræða um eldsneytisverðið hafi hreyft við olíufélögunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert