Vill virkjun í Ófeigsfirði

Össur ræðir við Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði en Pétur á …
Össur ræðir við Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði en Pétur á stærstan hluta vatnsréttinda sem tengjast Hvalánni. mynd/litlihjalli.it.is

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagðist á fundi með sveitarstjórn Árneshrepps vera jákvæður gagnvart virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, og vildi að í hana yrði ráðist sem fyrst ef virkjunaráform stæðust kröfur umhverfismats.

Þetta kemur fram á fréttavefnum litlahjalla.it.is, að Össur sagði að Hvalárvirkjun gæti framleitt fast að 40 megawöttum, og hún gæti því skipt algerum sköpum í orkumálum Vestfjarða. Hann sagði að ástandið í þeim efnum væri algerlega óviðunandi á Vestfjörðum, bilanatíðni væri næstum þrefalt meiri þar en annars staðar á landinu vegna erfiðrar veðráttu og fyrir vikið væri straumleysi á Vestfjörðum meira en fjórum sinnum meira en annars staðar.

Haft er eftir Össuri, að  tveir kostir væru fyrir hendi. Annars vegar að byggja upp algjörlega nýtt flutningskerfi raforku til Vestfjarða, sem væri tæknilega kleift, en mjög dýrt. Hinn kosturinn væri sá að leita eftir virkjanamöguleikum á Vestfjörðum til að framleiða nægt rafmagn fyrir Vestfirði, þannig að þó bilanir yrðu á Vesturlínu færi ekki rafmagn af í þeim bæjum og sveitarfélögum sem hefðu aðgang að vestfirskri orku.

Mun hagkvæmara væri fyrir ríkið að stuðla að orkuframleiðslu úr Hvalá en ráðast í nýtt flutningskerfi vestur, og það tryggði betur orkuöryggi Vestfjarða.

Litli-hjalli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert