Nýr þjónustuvefur Tryggingastofnunar

Jóhanna Sigurðardóttir opnar þjónustuvefinn.
Jóhanna Sigurðardóttir opnar þjónustuvefinn.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, opnaði í dag formlega nýjan þjónustuvef Tryggingastofnunar en þar verður til að byrja með haldið utan um greiðsluyfirlit og tekjuáætlanir og bráðabirgðaútreikningar og einnig verður hægt að fá bráðabirgðaútreikning á netinu.

Jóhanna sagði að um væri að ræða gífurlega framför fyrir viðskiptavini, ekki síst að geta fengið tafarlausan bráðabirgðaútreikning á greiðslum stofnunarinnar til sín og áttað sig þannig á stöðu sinni hverju sinni. Með þessari þjónustu sigldi Tryggingastofnun ríkisins nú hraðbyrði inn í upplýsingaöldina, stórbætti og efldi þjónustu við viðskiptavini sína og gerði hana aðgengilegri.

Þjónustuvefur TR: Tryggur.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert