Ljúka heyskap á sólarhring

Heyskapur á Suðurlandi
Heyskapur á Suðurlandi mbl.is/Helgi Bjarnason

Verktakar í heyskap á Suðurlandi eru með afkastamikil tæki. Þeir geta slegið og hirt allt hey af 60-70 hektara túnum og keyrt í votheysstæður heima á bæ á innan við sólarhring. Þá er heyskap lokið á þessum bæ, engar rúllur eftir úti á túni til að keyra heim.

Margir kúabændur hafa verið að huga að votheysverkun í útistæðum, eins og algengast er í nágrannalöndunum. Tilgangurinn er að draga úr kostnaði við heyskap og bæta fóðrun gripanna.

Meðal annars hafa verðhækkanir á rúllubakkaplasti stuðlað að þessari þróun. Í fyrrasumar heyjuðu nokkrir bændur í útistæður og láta þeir vel af. Á sama tíma hefur það aukist að bændur hafa keypt vinnu við heyskapinn af verktökum sem hafa yfir að ráða öflugum tækjum.

Þannig hefur fyrirtækið Túnfang ehf. á Suðurlandi komið sér upp mjög afkastamiklum tækjum til að slá og hirða gras og keyra í útistæður til votheysverkunar. Fyrirtækið er í eigu Sigurður Ágústssonar, bónda og verktaka í Birtingaholti, og Davíðs Arnar Ingvasonar verktaka á Brjánsstöðum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert