Rætt um að skólaliðar starfi á frístundaheimilum

Árviss skortur á starfsfólki hefur enn áhrif á rekstur frístundaheimila …
Árviss skortur á starfsfólki hefur enn áhrif á rekstur frístundaheimila grunnskóla Reykjavíkurborgar. mbl.is/Árni Sæberg

Þær hugmyndir eru uppi í borgarkerfinu að fá skólaliða til þess að koma til starfa á frístundaheimilum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Skólaliðar vinna við þrif í skólum eftir hádegi, en bjóða mætti þeim að sleppa við þau, bjóða þrifin út og þeir færu í staðinn á frístundaheimilin. Jafnframt á að kanna áhuga skólastjóra á að taka að sér að reka heimilin. Í síðustu viku biðu um 1.700 börn eftir plássi á frístundaheimilum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, sagði við Morgunblaðið í síðustu viku að ein leið til að breyta fyrirkomulagi frístundaheimila væri að „skoða möguleika á aukinni samnýtingu eða fá aðra aðila til samstarfs“. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gæti það falist í samnýtingu starfsfólks borgarinnar, en Hanna Birna vildi ekki staðfesta að verið væri að skoða það úrræði.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kunna ákvæði í kjarasamningum skólaliða að standa í vegi fyrir því að að þeir fylgist með börnum á óbreyttum kjörum. „Þarna er hugsanlega verið að búa til ný störf og við þurfum að skoða þetta áður en við getum tekið afstöðu,“ sagði Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, en hann hafði ekki heyrt af þessum hugmyndum í gær. Spurður hvort hækka þyrfti kaup skólaliða samhliða aukinni ábyrgð sagði Garðar það óvíst.

„Ef þrif fara út úr starfsmati og mannleg samskipti koma í staðinn er ekki víst að þess gerist þörf.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert