Læknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Miðstöð mæðraverndar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á kvennadeild Landspítalans lýsa yfir stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og mælast til að samið verði við þær sem fyrst. Að öllu óbreyttu hefst verkfall ljósmæðra á miðnætti en ekki hefur verið boðað til samningafundar fyrr en klukkan tíu í fyrramálið.

„Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Miðstöð mæðraverndar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni og hvetja til að gengið verði strax til samninga við þær, svo afstýra megi lengra verkfalli og umönnun barnshafandi kvenna á meðgöngu og í fæðingu komist skjótt í sitt góða horf," að því er segir í yfirlýsingu.

„Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á kvennadeild LSH lýsa yfir stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og mælast til að samið verði við þær sem fyrst. Með því yrði hægt að binda enda á verkfall þeirra svo unnt verði að sinna barnshafandi og fæðandi konum eins vel og verið hefur," að því er segir í yfirlýsingu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert