Kröfur ljósmæðra réttar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Kröfur ljósmæðra eru á rökum reistar, sagði Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, á Alþingi í dag. 

„Það er ekki viðunandi að hefðbundin kvennastörf hjá hinu opinbera, sem krefjast langrar menntunar og mikillar sérþekkingar, séu metin til tugþúsunda lægri launa en aðrar fagstéttir, svo ekki sé talað um hefðbundnar karlastéttir sem virðast ætíð tróna á toppnum í launum,“sagði Ásta en áréttaði líka að stofnanir og ljósmæður hefðu axlað sína ábyrgð og barnshafandi konum væri ekki hætta búin.

Margir þingmenn bæði í stjórn og stjórnarandstöðu tóku undir kröfur ljósmæðra en Katrín Jakobsdóttir hóf umræðuna og benti m.a. á að 44% ljósmæðra fari á eftirlaun á næstu 10 árum. Kjörin eins og þau eru í dag hjálpi ekki til við að stuðla að endurnýjun í stéttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert