Frumvarp um sjúkratryggingar afgreitt úr nefnd

Umdeildt frumvarp um sjúkratryggingar var afgreitt úr heilbrigðisnefnd í gær en Framsókn og VG skrifa ekki undir nefndarálit meirihlutans. Gert er ráð fyrir að Sjúkratryggingastofnun, sem á að annast kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir ríkið, muni einnig hafa eftirlit með gæðum og árangri þeirra sem samið er við.

Deilt hefur verið um ákvæði í frumvarpinu sem veitir ráðherra heimild til að kveða nánar á um kostnaðarþátttöku stofnunarinnar og áhyggjur verið uppi um að það verði nýtt til að minnka fé til málaflokksins. Í áliti meirihlutans segir hins vegar að þetta lúti aðeins að því að auka kostnaðarþátttöku, en ekki að draga úr henni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert