25 milljarða skuld sögð geta fallið á Eimskip

Tuttugu og fimm milljarða kr. skuld fyrrverandi dótturfyrirtækis Eimskips gæti fallið á fyrirtækið að fullu eða öllu leyti. Þetta er ein helsta skýringin fyrir falli á verði hlutabréfa í fyrirtækinu síðustu daga. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Sjónvarps.

Þrátt fyrir að langflest félög í Kauphöll Íslands hafi styrkst í gær féll gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu um 16,5%. Í dag lækkuðu bréfin síðan um 8,2% og hafa alls fallið um rúm 75% frá því í september í fyrra. Kauphöllin setti bréfin á athugunarlista í morgun.

Talið er að lækkunina nú megi að miklu leyti rekja til sölu á fyrrverandi dótturfélagi þess, breska ferðaþjónustufyrirtækinu XL Leisure Group árið 2006. Þá gekkst Eimskip í ábyrgð á láni eigenda XL að upphæð um  280 milljón dollara láni  þess félags sem ekki hefur enn tekist að fjármagna. Gangi það eftir mun að öllum líkindum koma til hlutafjáraukningar. Landsbankinn er lánveitandi eigenda XL.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert