Halli upp á 75 milljónir króna

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri.

Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri var neikvæður um 75,6 milljónir á fyrri hluta þessa árs. Rekstrarhallinn er 3,8 prósent umfram áætlun.

Langstærstu orsakaþættir hallans eru gengishækkanir og hækkandi verðlag. Sé tekið tillit til þeirra þátta er rekstrarhallinn um 15 milljónir króna. Ekki hefur dregið úr umfangi starfsemi sjúkrahússins þrátt fyrir þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert