Bændasamtökin skila umsögn

Bændasamtök Íslands vilja einfalda ýmislegt í matvælafrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi og gera það jákvæðara gagnvart landbúnaðinum.

Samtökin skiluðu umsögn til landbúnaðarnefndar Alþingis vegna matvælafrumvarpsins, en það var ekki afgreitt á Alþingi nú í september heldur var afgreiðslu þess frestað til haustþings.

Á vef Bændasamtakanna kemur fram að umsögnin verði kynnt innan félagskerfis bænda, en við vinnslu hennar var leitað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands og Margréti Guðnadóttur, fyrrverandi prófessor í sýklafræði. Sérfræðingar BÍ kynntu sér líka hvernig staðið var að innleiðingu löggjafarinnar í Noregi. Gerður var samanburður á frumvarpinu og matvælalöggjöfinni í Noregi og leiddi hann í ljós að einfalda þyrfti ýmislegt í frumvarpinu, „breyta og gæða það jákvæðari anda gagnvart landbúnaðinum,“ eins og segir á vefnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert