Í fangelsi fyrir barnaklám

Hús Hæstaréttar.
Hús Hæstaréttar.

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir að vera með í fórum sínum rúmlega 24 þúsund ljósmyndir og 750 hreyfimyndir, sem sýndu börn á ýmsum aldri á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Voru margar myndanna mjög grófar.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmd manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn játaði brotin. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að maðurinn hafi leitað aðstoðar sálfræðings vegna klámfíknar sinnar og komi fram í vottorði sáfræðingsins að hann hafi vilja til að takast á við vanda sinn.

Við ákvörðun refsingar var hins vegar virt manninum til refsiþyngingar, að hann hafði mjög mikið magn af barnaklámi í vörslum sínum og að hluti þess var af allra grófasta tagi og varðaði mjög ung börn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert