Sjómenn græða á veikri krónu

Friðrik Tryggvason

Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist verulega með veikingu krónunnar og finna sjómenn vel fyrir því á sínum launaseðlum.

Brimnes RE 27 kom til hafnar síðasta þriðjudag með metafla að verðmæti 185 milljónir króna. Ívar Reynisson, bátsmaður á Brimnesi, segir að sjómenn finni mjög vel fyrir því hversu miklu hærra verð fáist fyrir aflann með gengisfalli krónunnar. „Sjómenn eru hins vegar búnir að vera að súpa seyðið af því þegar krónan var hvað sterkust. Þá var ekkert æðislegt að vera á sjó. Það eru dæmi um stráka sem voru hættir á sjó af því að þeir höfðu bara ekkert upp úr þessu. Þetta er alltaf sama vinnan þó að menn hafi misjafnt upp úr þessu.“

Af aflanum sem Brimnes landaði voru um 80 prósent verðmætisins háð gengi. Strípaður hásetahlutur fyrir túrinn var um 2.150.000 krónur. Gengisvísitala krónu var lægst 110 stig 24. júlí í fyrra en í gær var hún 177 stig. Á skýringarmyndinni hér að ofan má sjá muninn á launum áhafnarmeðlima miðað við sama afla þegar gengi krónunnar var sterkast annars vegar og veikast hins vegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert