Erfitt vegna evru

Evruvæðingin sem hefur átt sér stað hér á landi á þátt í því hversu grátt alþjóðlega fjármálakreppan hefur leikið íslenska fjármálakerfið. Þetta segir Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, en hann flytur erindi á ráðstefnu í Þjóðmenningarhúsinu á morgun um þá möguleika sem Ísland stendur frammi fyrir í gjaldeyrismálum.

Friðrik bendir á að 70% af lánum fyrirtækja séu í erlendri mynt auk þess sem fjöldi einstaklinga hafi tekið slík lán. Það geri fjármálakerfið mjög viðkvæmt fyrir gengissveiflum. „Þetta er vel þekkt í öðrum ríkjum, einkum þróunarríkjum þar sem Bandaríkjadalur hefur orðið ráðandi. Reynslan af þessu er ekkert sérlega góð og afleiðingarnar hafa yfirleitt verið neikvæðar,“ útskýrir Friðrik og segir að bankakerfið verði berskjaldaðra fyrir áföllum. „Þetta leiðir til fjármálalegs óstöðugleika og segir til sín í óstöðugu verðlagi og sveiflum í landsframleiðslu.“

Friðrik segir að þó að einstök fyrirtæki séu í mjög þröngri stöðu vegna gengisfallsins sé það ekki komið á það stig að ógna stöðugleika bankakerfisins. Kæmi til þess gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar enda bankakerfið tífalt stærra en íslenski þjóðarbúskapurinn í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Evra
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert