Andarnefjan sem drapst er úr seinni dúettinum

Bauja, sem dýrið flæktis í, var enn föst við andarnefjuna …
Bauja, sem dýrið flæktis í, var enn föst við andarnefjuna þar sem hún lá í fjörunni við Nes; reipi reyrt um kjaft hennar og flækt í marga hringi um sporðinn. mbl.is/Skapti

Andarnefjuhræið, sem rak við Nes um helgina var kvenkyns, ekki fullvaxið. Skepnan mældist 6,18 metrar að lengd en kvendýrin verða mest 8 til 9 metrar.  Haus hvalsins  verður sendur til Bandaríkjanna þar sem vísindamaður hyggst taka af honum sneiðmynd og freista þess að komast að því hvaða „tíðni“ dýrið notar þegar það leitar sér matar. 

Nokkrar tegundir sjávarspendýra hafa verið rannsakaðar þannig en aldrei andarnefja – og komið hefur í ljós að engin tegund notar sömu tíðni.

Fjórtán háskólanemar, frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Indlandi auk Íslands, aðallega meistaranemar, sóttu námskeið í sjávarspendýrafræði sem dr. Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík, og dr. Patrick Miller frá St. Andrews-háskóla í Skotlandi stýrðu og lauk um helgina. Hluti námskeiðsins var helgaður andarnefjunum í Pollinum við Akureyri og höfðu nemendurnir fylgst mjög náið með þeim, bæði með berum augum og skoðað myndir. Hópurinn er þess fullviss að dýrið sem drapst sé annað þeirra tveggja sem kom síðar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka