BBC fjallar um flóttamenn á Íslandi

Palestínsku flóttamennirnir við komuna til Íslands.
Palestínsku flóttamennirnir við komuna til Íslands. mbl.is/Golli

Breska ríkisútvarpið BBC fjallar í dag um palestínsku flóttamennina, sem komu til Íslands fyrir skömmu. Rætt er m.a. við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, og Magnús Hafsteinsson, varaformann Frjálslynda flokksins, um mismunandi viðhorf til þeirra.

Jafnframt kemur fram, að viðbrögðin við komu flóttamannanna hafi  verið svo jákvæð, að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sé að íhuga að „flytja út" íslensku áætlunina. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert