Makrílstofninn enn á uppleið og loðnuseiði lofa góðu

Makríll
Makríll mbl.is

Makrílstofninn fer heldur stækkandi samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar. Stuðst var við rannsóknir frá mörgum þjóðum, m.a. frá Íslandi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Íslendingum enn ekki verið boðið að koma að samningaborði varðandi stjórnun á makrílveiðum en í ár hafa Íslendingar veitt um 110 þúsund lestir af makríl, eða um fjórðung makrílaflans.

Jákvæðar fréttir eru af útbreiðslu loðnuseiða sem var mun meiri í vistfræðirannsókn í síðasta mánuði en undanfarin ár. Þá er norsk-íslenski síldarstofninn mjög sterkur. Fjórði uppsjávarfiskurinn sem íslenskir útgerðarmenn hafa sótt í, kolmunninn, hefur hins vegar átt undir högg að sækja síðustu ár, auk þess sem útbreiðsla hans hefur færst austar.

Ástand síldarstofna á Íslandsmiðum virðist einnig vera gott. Undanfarið hefur veiðst ágætlega af síld fyrir austan land og aflinn verið blandaður. Algengt hefur verið að íslenska sumargotssíldin hafi verið allt að 30% í aflanum en stærsti hlutinn úr norsk-íslenska stofninum.

„Samkvæmt niðurstöðum nýjustu rannsókna á norsk-íslenska stofninum er hann enn sterkur og hrygningarstofninn um 12 milljónir tonna,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson. Búist er við að mjög sterkur árgangur frá 2004 komi fljótlega inn í síldveiðar úr norsk-íslenska stofninum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert