Þjónusta við aldraða er skilyrði Bolvíkinga

Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík.
Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík. Bæjarins besta

Elías Jónatansson bæjarstjóri Bolungarvíkur telur sameiningu sveitarfélaga vel koma til greina sé það vilji íbúanna. Hann segir það vera grundvallaratriði í hugum Bolvíkinga að áfram verði starfsemi fyrir aldraða á staðnum. Þetta kemur fram í viðtali Bæjarins besta (bb.is) við Elías í dag.

„Það eru margir kostir sem fylgja sameiningu sveitarfélaga. Henni fylgja vissulega ókostir líka, svo sem fjarlægð frá miðstöð stjórnsýslunnar.“ Sameiningarmál hafa mikið verið rædd eftir að Kristján L. Möller samgönguráðherra viðraði þá hugmynd að lágmarks íbúafjöldi sveitarfélaga miðist við 1.000 íbúa. Bolungarvíkurkaupstaður er eitt fjölmargra sveitarfélaga sem eru undir þeim mörkum. „Ég set það sem algert skilyrði að íbúarnir sjálfir vilji sameinast og tel að hún eigi að koma innan frá en ekki samkvæmt valdboði“, segir Elías.

Hann tekur fram að það sé algjört grundvallaratriði í augum Bolvíkinga við hugsanlega sameiningu að áfram verði starfsemi fyrir aldraðra á staðnum.

„Á undanförnum árum hefur vistmönnum verið að fjölga, heimahjúkrun að aukast og allar líkur á að þörfin eigi eftir að aukast enn fyrir slíka þjónustu með hækkandi lífsaldri Íslendinga. Það er ekki til umræðu í huga okkar Bolvíkinga að sú þjónusta sem er við aldraða í bæjarfélaginu í dag færist úr bænum,“ segir Elías.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert