Efling segir enga þjóðarsátt í gangi

Sigurður Bessason.
Sigurður Bessason.

Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, segir á vef félagsins að það sé mikill misskilningur að einhver umræða sé í gangi um þjóðarsátt eins og talað sé um í fjölmiðlum. Bak við þá umræðu sé nákvæmlega ekki neitt.

Sigurður nefnir, að Síminn hafi nýlega hækkað allar gjaldskrár um 4%. Tryggingafélögin séu sífellt að hækka gjaldskrár sínar. Þá sé nýjasta útspil Orkuveitu Reykjavíkur um nærri 10% hækkun á gjaldskrá heita vatnsins,  sameiginlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem iðnaðaráðherra hafi þegar staðfest hækkunina. Á sama tíma sé ekki hægt að halda fund í borgarráði Reykjavíkur vegna utanlandsferðar borgarfulltrúa. Nær hefði verið að þeir hefðu verið að sinna vinnu sinni og komið í veg fyrir hækkunina.

„Verðbólgan mælist nú um 14% og því miður er engin áhrifaöfl í þjóðfélaginu sem eru að verja stöðugleikann. Þess vegna er allt tal um þjóðarsátt út í hött," segir Sigurður. „ Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala síðan um mikilvægi þess að halda niðri verðlagi. Það er ekki hægt að taka mark á þeim þar sem þetta eru bara innantóm orð."

Vefur Eflingar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert