Lítil ánægja með stjórnmálamenn

Vinsældir ríkisstjórnarinnar minnka á ný eftir að hafa aukist í ágúst, ef marka má Þjóðarpóls Gallup. Um 51% þátttakenda í þjóðarpúlsinum sagðist styðja ríkisstjórnina en þetta hlutfall var 54% í ágúst. Aðeins rúm 18% sögðust ánægðir með störf stjórnarandstöðunnar en tæplega þriðjungur óánægður. Rúmlega helmingur svarenda sagðist hvorki vera ánægður né óánægður.

Litlar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna síðasta mánuðinn að því er kom fram í könnuninni, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 33% og Sjálfstæðisflokks 31%. Fylgi VG eykst lítillega og er nú um 22%.  Framóknarflokkurinn stendur í stað með 10% fylgi. Fylgi Frjálslynda flokksins er nú tæplega 2%, svipað og Íslandshreyfingarinnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert