Margir bændur á barmi gjaldþrots

Bændur fara ekki varhluta af efnahagslægðinni þessa dagana. Þeir eru í auknum mæli farnir að leita sér ráðgjafar og aðstoðar hjá Bændasamtökunum og munu margir þeirra vera á barmi gjaldþrots, ekki síst þeir sem ráðist hafa í miklar fjárfestingar og skuldsett sig langt umfram greiðslugetu. Dæmi eru um áttfaldar heildarskuldir bænda á við ársveltu sama bús. Í venjulegu árferði hefur verið talað um að meðalbú þoli fjórfaldar skuldir á við ársveltuna.

Rekstrarkostnaður bænda hefur hækkað gríðarlega undanfarið ár.

Kostnaður meðalkúabús, með 188 þúsund lítra mjólkurkvóta, er nú kominn í 27 milljónir króna á ári, en var 21 milljón króna á síðasta ári. Aukningin milli ára er nærri 30%.

Einstakir kostnaðarliðir hafa hækkað hlutfallslega mun meira, eins og áburður sem hefur hækkað um 73%, kjarnfóður hefur hækkað um 50% síðan vorið 2007, rúlluplastið hefur hækkað um 30% og olían um 84% síðan í júní árið 2007. Á móti hefur afurðaverð til bænda hækkað mun minna, eða 16-22%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert