Annar árásarmannanna handtekinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið annan tveggja eftirlýstra manna vegna líkamsárásar á mann á sjötugsaldri í miðbænum um helgina. Lýst hafði verið eftir tveimur mönnum vegna málsins í fjölmiðlum og fékk lögreglan í kjölfarið gagnlegar ábendingar sem leiddi til þess að annar mannanna var handtekinn í morgun og færður til yfirheyrslna. Hins mannsins er leitað.

Sakarefnið varðar rán og líkamsárás með því að lokka mann inn í húsasund og berja hann og ræna. Hinn handtekni er pólskur maður á þrítugsaldri og búsettur hér á landi. Lögreglan birti myndir af báðum hinum grunuðu sem náðst höfðu á eftirlitsmyndavélar í borginni. Hinn maðurinn sem er grunaður er líka pólskur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert