Erlendir fjölmiðlar streyma til landsins

Miðbæjarskólinn er notaður undir blaðamannamiðstöð.
Miðbæjarskólinn er notaður undir blaðamannamiðstöð. mbl.is/Júlíus

Erlendir fréttamenn streyma nú til landsins og hafa stjórnvöld komið upp sérstakri blaðamannamiðstöð fyrir þá í Miðbæjarskólanum við Tjörnina í Reykjavík.

Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins starfar við miðstöðina og sagði hún að fjöldi blaðamanna væri orðinn svo mikill að bæði hefði þurft að flytja blaðamannafundi í stærra húsnæði í Iðnó og að veita erlendu blaðamönnunum lágmarksaðstöðu með aðgangi að neti og upplýsingum.

„Þeir eru flestir frá Norðurlöndunum og Bretlandi," sagði Urður í samtali við mbl.is en bætti því við að erlendu fréttamennirnir kæmu einnig frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Frakklandi og fleiri Evrópulöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert